Fundargerð SJÓR- Okt-2011
SJÓR – Stjórnarfundur
Fimmtudagur 03.11.2011 kl. 18:00 í Bæjarlind
Boðaðir: Benedikt Hjartarson, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist, Guðrún Atladóttir, Árni Georgsson (v), Guðrún Hlín (v).
Mættir: Benedikt Hjartarson, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Birgir Skúlason, Jóhanna Fríða Dalkvist, Guðrún Atladóttir, Árni Georgsson (v)
Ritari: Jóhanna Fríða Dalkvist
Fjarverandi (ekki skyldumæting hjá varamönnum (v)): Guðrún Hlín (v)
Dagskrá fundar
- Benni býður nýja meðlimi stjórnar velkomna.
- Skipa í embætti
- Gjaldkeri verður Raggí
- Ritari verður Jóhanna
- Aðalfundur
- Þurfum að fara yfir og einfalda bókhaldslykla – Raggí (og Jóhanna ef vantar aðstoð).
- Eigum lénið sjor.is en ekki sjosund.is. Við fáum það hins vegar fljótlega til eignar, munum greiða eitthvað fyrir það.
- Fundargerð aðalfundar verður sett á netið – Biggi
- ÍTR samstarf
- i. ÍTR hefur ákveðið að byrja að innheimta gjald í Nauthólsvík um næstu áramót, eða í janúar 2012.
- Annargjald (haustönn/vorönn) verður 5000 kr.
- Ársgjald verður 8000 kr.
- Stakur tími verður 500 kr.
- Afsláttur fyrir SJÓR-félaga
- ii. SJÓR sækir um styrk í samvinnu við ÍTR til að auka opnun í Nauthólsvík. Styrkurinn er fyrir heilsutengda ferðaþjónustu.
- iii. GuðrúnA stingur upp á að sótt verði um styrk til atvinnuleysistryggingasjóðs og fá þannig starfsmann í Nauthólsvík.
- iv. Sauna hefur verið slegið af í Nauthólsvík en í staðin kemur gufubað og sýndi Benni teikningar af því. Tímasetning er ekki komin á það.
- i. ÍTR hefur ákveðið að byrja að innheimta gjald í Nauthólsvík um næstu áramót, eða í janúar 2012.
- Benni verður áfram í sambandi við ÍTR til að fá allt á hreint, sérstaklega í sambandi við gjaldtökuna, hvaða afslátt við fáum og hvernig framkvæmdin verður í kringum þetta.
- Atburðir í nóvember
- Hugmyndir að atburðum:
- i. Partý í kafarahúsi
- ii. Ljóðakvöld / Skúffukvöld
- iii. Fræðsla um sjúkdóm Birnu
- iv. Fræðsla um sjávarstrauma
- v. Fræðsla um dauðatíma saurkólígerla
- vi. Skólp-upplýsingar í kringum landið
- vii. Örnólfur Thorlasius – erindi um marglyttur
- Ákveðið að hafa Litlu-Jól (pakkar, ljóðakvöld, skúffukvöld???) föstudaginn 25.nóv ef kafarahúsið er laust þá. Hitt þykir hæfa betur sem fræðsla á vorönn, ca. frá mars til maí, þar sem þetta tengist frekar sumarsyndurum. Einnig þarf að finna eitthvað bitastætt með þessu til að fylla 45 mínútna áhugaverðan fyrirlestur um tengd efni.
- Hugmyndir að atburðum:
- Biggi ætlar að tala við Kristínu Komplett í Odda til að fá 2012 miða fyrir félagsskírteinin.