Velkomin á vefinn okkar

Ráðleggingar um sjósund

Fyrir sund

  • Syntu ekki ein(n).
  • Kynntu þér aðstæður, t.d. strandlengjuna, sjólag, sjávarhita, sjávarföll, vindstyrk og vindátt áður en þú ferð í sjóinn.
  • Vertu búin(n) að borða áður en þú ferð í sjóinn.
  • Notaðu sundhettu/húfu í áberandi lit (t.d. appelsínugul, gul eða neon græn).
  • Farðu rólega ofan í sjóinn og gefðu líkamanum tíma til að venjast kuldanum.
  • Ekki byrja að synda fyrr en þú andar eðlilega.
  • Syntu helst í dagsbirtu svo þú sért sýnilegur. Ef um kvöldsund er að
    ræða er mikilvægt að vera nálægt landi því erfitt er að greina
    sundmenn sem komnir eru frá landi.

Á sundi

  • Syntu ekki ein(n).
  • Hugsaðu um eigið öryggi.
  • Vertu nálægt landi. Syntu meðfram ströndinni af
    öryggisástæðum. Straumar geta verið viðsjárverðir.
  • Andaðu rólega.
  • Fylgist hvert með öðru. Talist reglulega við til að
    fylgjast með líðan og meðvitund.
  • Aldrei synda undir ísinn.
  • Óvanir ættu að vera skamma stund í sjónum í fyrstu skipti og vera
    aðeins með vönu sjósundfólki.
  • Þú deilir sjónum með öllum hinum vatnasportsiðkendunum.
  • Hætta á ofkælingu og örmögnun er mikil. Ekki taka áhættu – þú þarft að komast til baka á eigin spýtur.
  • Hlustaðu á skilaboð líkamans.
  • Við ofkælingu hringið í Neyðarlínu 112.

Eftir sund

  • Þurrkaðu þér vel áður en þú klæðir þig í fötin.
  • Drekktu vatn.
  • Borðaðu eitthvað næringarríkt.
  • Klæddu þig í hlý föt áður en þú ferð heim.
  • Köld húð er auðsærð og þess vegna er rétt að gæta varúðar þegar
    komið er úr sjónum.