Velkomin á vefinn okkar

„Official“ sjólag félagsins

Sungið við lagið “Á skíðum skemmti ég mér”
Auðvitað eiga allir meðlimir SJÓR að læra þennan texta.

Í sjónum skemmti ég mér tra la la la la
út í öldur fer tra la la la la la

Út í Fossvog ég fór,
þar sem frábær er sjór.
Útí skellti ég mér,
skalf sex, sjö á richter.

En eftir örlitla stund,
var ég kominn á sund,
Ég fæ aldrei af því nóg,
af því að fara í sjó.

Eftir heilmikið bras,
kemst ég uppá Jónas
feita og fer
kollnís út undan mér.

Og ég syndi svo burt,
þótt Jónas vilj´að ég sé um kjurt.
Það heillar þetta haf
svo ég held ég sting´ann bara af.

Í sjónum skemmti ég mér tra la la la la
út í öldur fer tra la la la la la.

Manni er ekki um sel,
ef maður mætir svo sel.
Uppá tíu ég tel,
og tel að allt fari vel.

Og eftir þetta allt
er manni kanske orðið kalt,
Og þá væri ósköp gott
að komast oní heitan pott.

Í sjónum skemmti ég mér tra la la la la
út í öldur fer tra la la la la la

texti eftir Jakob Viðar